Sáttmálinn

Furðulegt að stjórnarflokkarnir skulu gera með sér sáttmála.  Afhverju ekki bara samning eða samkomulag?  Sáttmáli eri eitthvað svo heilagt og biblíulegt sem er ekki alveg viðeigandi þegar mann grunar þeir sem sáttmálann gera séu með lygaramerki á tánum eins og börnin segja (eða sögðu að minnsta kosti upp úr miðri síðustu öld).

En nú er sáttmálinn semsagt orðinn að veruleika og Geir hefur öðlast nýja ímynd; honum tókst að ná í sætustu stelpuna.  Til hamingju Geir:

Í bústaðinn austur þú ókst
og allnokkuð hróður þinn jókst:
Ánægja þín
úr augunum skín
því Imbu þér geirnegla tókst.

Mér finnst reyndar helst vanta í þetta samkomulag að við sem friðelsk þjóð fáum nafn okkar strikað út af lista hinna viljugu þjóða.  Það hjálpar vissulega að í sáttmálanum er stríðsreksturinn í Írak harmaður en betra hefði samt verið að reyna að rétta okkar hlut og fá okkur strikuð út af lista.

Við sáttmálann setur menn hljóða
því sá hefur fjölmargt að bjóða.
Samt fyllum við enn
friðelskir menn
flokk hinna viljugu þjóða.

Þegar ég horfði á sjónvarpið tala við verðandi ráðherra komst ég í gott skap við að sjá nýja félagsmálaráðherrann okkar, hana Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hún var svo glöð að það var ekki hægt annað en að samgleðjast henni og það virðist vera skoðun flestra sem ég hef rætt við í dag.  

Aðgát hún oftast sér temur
en illa nú gleðina hemur.
Allnokkur styr
stóð um það fyrr:
er hún staðhæfði “Minn tími kemur”.

Og nú er hann kominn og hún á örugglega eftir að nota hann vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband