31.5.2007 | 23:39
Stefnuræða í sjónvarpi
Merkilegt sjónvarpsefni en gaman væri að vita áhorfið? Ég horfði reyndar nokkurnvegin á fyrstu umferð, hlustaði aðeins á framhaldið en gafst svo upp. Ég tók einna helst eftir fýlupokunum en Guðni bar þar höfuð og herðar yfir aðra. Hann hældi fyrrverandi stjórn í öðru orðinu en fann henni allt til foráttu í því næsta.
Hann var bitur og svekktur og sár
og það sáust á hvörmunum tár.
Er íhaldi hældi
hallmælti, vældi
og harmaði umliðin ár.
Steingrímur var líka frekar beiskur. Hann sór af sér meðlagsskyldu með afkvæmi þeirra Ingibjargar og Geirs eins og einhverjum hefði í alvöru komið til hugar að kenna honum krógann.
Geðvondur Grímur var kallinn
en gljáfægður á honum skallinn:
Þrátt fyrir frúna
sem fór nú í brúna
stjórnlausan dæmir hann dallinn.
Hann hefur ekki mikla trú á stjórnarsamstarfinu en lofar öflugri stjórnarandstöðu. Vonandi að hann verði skemmtilegri þegar frá líður.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.