1.6.2007 | 23:03
Á sandi byggði heimskur maður hús...
Alveg er það furðulegt hvað stjórnmálamönnum getur dottið í hug. Nú vill meirihlutinn í Reykjavík, það er að segja Villi og hestasveinn hans Bjössi, fara að byggja í Örfirisey. Gleymd eru í bili áform um íbúabyggð í Vatnsmýri og loforð um að flytja flugvöllinn á Löngusker, sem mig minnir að hafi verið aðalbaráttumál Framsóknar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Til að þessi nýja hugdetta gangi í lýðinn var fenginn spekingur frá Hollandi. Í útvarpinu var ekki á honum að heyra að hækkun sjávaryfirborðs væri vandamál sem þyrfti að óttast, enda maðurinn alinn upp fyrir neðan sjávarmál.
Að ýmsu er ástæða að hyggja
ef í Örfirisey á að byggja:
Skrítin kom skrollandi
skrúfa frá Hollandi
og flatir nú landsmenn liggja.
Við Íslendingar brettum því bara upp ermarnar og förum að byggja á landfyllingum þó að við eigum nægt landrými annarsstaðar - auðvitað.
Framtíðar- verður það -vandi
að verja byggð uppá landi
ef hækka mun haf
fer Holland á kaf
og því sjálfsagt að byggja á sandi.
Í dag er annars stór dagur fyrir okkur sem höfum beðið þess að reykingabann taki gildi á matstölu- og skemmtistöðum. Áréttað var í útvarpinu í morgun að þessi lög væru vinnuverndarlög og ætlað að vernda starfsfólk en aukaáhrif væru að þeim 77% þjóðarinnar sem ekki reykir myndi líða betur. Eiginlega er hálf lúðalegt að sitja heima við tölvuna í stað þess að sitja á krá og anda að sér súrefni sem heitir ildi á fornri nútímaíslensku.
Á skemmtistað vera ég vildi
og vita að nægjanlegt ildi
er fyrir alla
konur og kalla
því loks gengu lögin í gildi.
Til að þessi nýja hugdetta gangi í lýðinn var fenginn spekingur frá Hollandi. Í útvarpinu var ekki á honum að heyra að hækkun sjávaryfirborðs væri vandamál sem þyrfti að óttast, enda maðurinn alinn upp fyrir neðan sjávarmál.
Að ýmsu er ástæða að hyggja
ef í Örfirisey á að byggja:
Skrítin kom skrollandi
skrúfa frá Hollandi
og flatir nú landsmenn liggja.
Við Íslendingar brettum því bara upp ermarnar og förum að byggja á landfyllingum þó að við eigum nægt landrými annarsstaðar - auðvitað.
Framtíðar- verður það -vandi
að verja byggð uppá landi
ef hækka mun haf
fer Holland á kaf
og því sjálfsagt að byggja á sandi.
Í dag er annars stór dagur fyrir okkur sem höfum beðið þess að reykingabann taki gildi á matstölu- og skemmtistöðum. Áréttað var í útvarpinu í morgun að þessi lög væru vinnuverndarlög og ætlað að vernda starfsfólk en aukaáhrif væru að þeim 77% þjóðarinnar sem ekki reykir myndi líða betur. Eiginlega er hálf lúðalegt að sitja heima við tölvuna í stað þess að sitja á krá og anda að sér súrefni sem heitir ildi á fornri nútímaíslensku.
Á skemmtistað vera ég vildi
og vita að nægjanlegt ildi
er fyrir alla
konur og kalla
því loks gengu lögin í gildi.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.