6.6.2007 | 23:41
Ósigrar
Í liðnum kosningum tapaðir Jónína Bjartmars stórt og datt út af þingi. Ég held hún sé ekki einu sinni varamaður. Fréttablaðið greinir svo í dag frá því að hún ætli að koma sér í burtu frá þessu öllu og flytja til Kína. Kannski að hún ætli að kynna sér flokkshollustu og hvernig þarlendir viðhalda henni?
Allt er sko í þessu fína
og ekki deyr ráðalaus Nína:
Fylgið það bregst
og í flæking hún leggst
og ferðinni er heitið til Kína.
Landsliðið tapaði líka stórt í dag þegar Svíar burstuðu Íslendinga 5:0. Ég vissi nú ekki að þjálfarinn hét Eyjólfur fyrr en ég heyrði menn draga færni hans í efa í útvarpi í gær og síðan var þetta rætt áfram í dag. Sjálf er ég skoðanalaus og veit ekkert um þjálfun.
Ég vona að fólki' ekki finnist
frekja þó á það ég minnist
að fínt væri að Eyvi
færi í leyfi
svo fótboltaleikirnir vinnist.
Enn einn ósigurinn varð svo þegar Seðlabankastjórar fengu 200 þúsund krónu launahækkun (á mánuði) nánast á einu bretti án þess að hafa mikið fyrir því. Ekki varð ég að minnsta kosti vör við að þeir færu í verkfall? Þessi ósigur sýnir alþýðu manna að meðal þeirra sem ráða er einbeittur vilji til þess að viðhalda launabili og auka það frekar en minnka.
Þeir fá heilmikla hækkun á laun
enda hetjur sem eflast við raun.
En lýðum þó er
ljóst; mér og þér,
það leggur af málinu daun.
Allt er sko í þessu fína
og ekki deyr ráðalaus Nína:
Fylgið það bregst
og í flæking hún leggst
og ferðinni er heitið til Kína.
Landsliðið tapaði líka stórt í dag þegar Svíar burstuðu Íslendinga 5:0. Ég vissi nú ekki að þjálfarinn hét Eyjólfur fyrr en ég heyrði menn draga færni hans í efa í útvarpi í gær og síðan var þetta rætt áfram í dag. Sjálf er ég skoðanalaus og veit ekkert um þjálfun.
Ég vona að fólki' ekki finnist
frekja þó á það ég minnist
að fínt væri að Eyvi
færi í leyfi
svo fótboltaleikirnir vinnist.
Enn einn ósigurinn varð svo þegar Seðlabankastjórar fengu 200 þúsund krónu launahækkun (á mánuði) nánast á einu bretti án þess að hafa mikið fyrir því. Ekki varð ég að minnsta kosti vör við að þeir færu í verkfall? Þessi ósigur sýnir alþýðu manna að meðal þeirra sem ráða er einbeittur vilji til þess að viðhalda launabili og auka það frekar en minnka.
Þeir fá heilmikla hækkun á laun
enda hetjur sem eflast við raun.
En lýðum þó er
ljóst; mér og þér,
það leggur af málinu daun.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.