Kayak og klósettferðir

Um helgina týndust tveir kayakræðarar hér við land.  Þetta voru þýsk kona og bandarískur maður sem hingað komu til að róa umhverfis landið.  Þau voru í sambandi við íslenska ræðara og þeim samdist svo um að þau létu vita af sér reglulega.  Eitthvað fór úrskeiðis og þegar þau sendu tölvupóst gegnum gerfihnattasíma til að láta vita af breytingum á ferðaplani þá komst sá póstur ekki til skila.

Þetta hefur svo verið umræðuefni fjölmiðla og almennings í dag.  Margir fordæma "þessa útlendinga" og þusa um kostnað en menn gleyma því að hér hefur verið unnið mikið afrek.  Þessi leið hefur ekki verið róin í einum rykk á kayak áður (svo vitað sé) og það að komast frá Garðskagavita að Rauðasandi á tveimur sólarhringum er ekkert minna en þrekvirki.

Viðbrögðin þykja mér heldur hörð
er heiðurs- við ættum að standa –vörð:
Því fyrr má nú vera,
Flóann að þvera
og róa svo beint yfir Breiðafjörð.

Frábært afrek og vonandi að framhald ferðarinnar gangi að óskum hjá þessum fullhugum.

Í frétt á Mbl í dag sagði frá ljóskunni frægu París Hilton eina ferðina enn.  Eins og menn vita situr stúlkukindin inni og nú hefur hún fengið þá flugu í sinn tóma haus að klósettferðir geti reynst hættulegar; einhver gæti fundið upp á því að mynda á henni botninn.  Ekki mikið þó lesendur Mbl. vilji ekki missa af svona heimsfrétt enda var þessi frétt ein af þeim mest lesnu í dag.

Af þessu má enginn missa
og margur er trúlega hissa:
Ef leysir hún vind
hún lendir á mynd
og því hættir nú París að pissa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband