14.6.2007 | 23:11
Dúkkur og dúkkulísur
Nú er búið að halda opnunarhátíð á Reyðarfirði og álverið er komið í gang. Reyndar er Landsvirkjun í stökustu vandræðum með að standa við gerða samninga um orkusölu því þrátt fyrir hamagang þeirra Impregilo manna hinna ítölsku þá eru framkvæmdir á eftir áætlun....
En semsagt álverið er komið og samt halda mótmæli andstæðinga áfram. Nú í dag voru fréttir af því að nokkrum brúðum hefði verið komið fyrir í nágrenni álversins og þær væru með kröfuspjöld og borða sem sýndu andstöðu við framkvæmdirnar.
Fyrir austan er eyjan Skrúður
og alþýða laus við múður
virkjun og ver
vargfugl og sker
og baráttufúsar brúður.
Það er hinsvegar alveg ljóst hvernig hægt er að bregðast við þessari tegund mótmælenda. Einhversstaðar í dómsmálaráðuneyti hljóta þær að finnast pappalöggurnar góðu, sem raðað var meðfram Keflavíkurveginum hér um árið til að koma í veg fyrir hraðakstur. Nú er bara að senda þær austur og siga þeim á brúðurnar hugrökku.
Í þeim er talsverður töggur
en trúlega sínar föggur
þær kjósa að taka
og hverfa til baka
ef plaga þær pappalöggur.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.