15.6.2007 | 23:18
Nýr meðhjálpari
Aldrei man ég áður eftir að hafa lesið um það í blöðunum þó að skipt sé um meðhjálpara í sóknarkirkjum landsins. Þar er varla að prestaskipta sé getið, enda prestsstarfið orðið kvennastarf og láglaunastarf og þar með óáhugavert.
Nú ber svo við að nýr meðhjálpari hefur tekið til starfa á Selfossi. Þar fer enginn minni en pólitíkusinn og bisnessmaðurinn Eyþór Arnalds. Hann er að vonum ánægður með starfið í viðtali við Moggann í dag. Hann fór nú sem kunnugt er í einhversskonar meðferð eftir ljósastaursmálið í liðinni kosningabaráttu - vonandi að messuvínið verði ekki til að fella hann.
Þó um kirkjunnar hollustu keppi
og kirkjulegt tignarstarf hreppi
þá ætla ég ráð
ef í það er spáð
að hann altarisgöngunni sleppi.
Nú ber svo við að nýr meðhjálpari hefur tekið til starfa á Selfossi. Þar fer enginn minni en pólitíkusinn og bisnessmaðurinn Eyþór Arnalds. Hann er að vonum ánægður með starfið í viðtali við Moggann í dag. Hann fór nú sem kunnugt er í einhversskonar meðferð eftir ljósastaursmálið í liðinni kosningabaráttu - vonandi að messuvínið verði ekki til að fella hann.
Þó um kirkjunnar hollustu keppi
og kirkjulegt tignarstarf hreppi
þá ætla ég ráð
ef í það er spáð
að hann altarisgöngunni sleppi.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.