Orðuveitingar

Á sautjándann er venjan að forseti lýðveldisins veiti verðugum Íslendingum Fálkaorðuna.  Svo var einnig í dag og listinn yfir þiggjendur var birtur á mbl.is nú síðdegis.  Ekki get ég sagt að ég hafi skoðun á málinu enda flestöll nöfnin fyrir mér einmitt það eitt; nöfn á lista.

Þarna voru þó iðnrekandi, hótelstjóri og hljómlistarmaður ásamt skólameistara, hönnuði og jarðfræðingi.  Allt vafalaust mætasta fólk eins sem virðist hafa sinnt vinnu sinni sérdeilis vel að mati orðunefndar.

Á verðuga krossum þeir klína,
þó kynni ég sannfæring mína:
Þeir gera‘ ekki neitt
nema það eitt
að vinna vinnuna sína.

Og því eins gott að halda áfram að vinna og reyna að vinna vel - þó reyndar sé harla ólíklegt að það endi með skrauti í boði Bessastaðabónda. 

En þarna voru nú reyndar líka orðuhafar sem hafa sinnt hafa félagsstörfum og velferðarmálum og voru krossaðir sem slíkir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1541

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband