18.6.2007 | 23:33
Sérsveitaræfing
Það var frétt um það á Mbl í dag að Íslendingar og Norðmenn hefðu eytt einhverjum dögum í Hvalfirði í liðinni viku við að æfa lögregluaðgerðir. Að æfingunni komu embætti ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan að ógleymdum hinum norsku frændum vorum.
Af myndinni að dæma, sem fylgdir fréttinni, voru menn að æfa sig í átökum við hryðjuverkamenn eða eitthvað þaðan af verra. Sem betur fer er ekki mikið um slíka hér á landi en allur er varinn góður og ekki er verra að treysta á Nojarana en Kanann.
Örsjaldan fremja hér morð menn
og mannrán er hér bara orð, en
löggur sig þjálfa
að berjast við bjálfa
og í bardaga treysta á Norðmenn.
Vonandi verður seint eða ekki not fyrir það sem okkar menn lærðu í Hvalfirði um helgina.
Af myndinni að dæma, sem fylgdir fréttinni, voru menn að æfa sig í átökum við hryðjuverkamenn eða eitthvað þaðan af verra. Sem betur fer er ekki mikið um slíka hér á landi en allur er varinn góður og ekki er verra að treysta á Nojarana en Kanann.
Örsjaldan fremja hér morð menn
og mannrán er hér bara orð, en
löggur sig þjálfa
að berjast við bjálfa
og í bardaga treysta á Norðmenn.
Vonandi verður seint eða ekki not fyrir það sem okkar menn lærðu í Hvalfirði um helgina.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.