Súludans

Nú á að banna einkadans á skemmtistöðum frá og með fyrsta júlí.  Í fréttinni stóð einkadans en ég geri ráð fyrir því að þar sé átt við það sem almenningur kallar súludans?  Þó á að vera hægt að fá undanþágur, eða eins og segir í frétt mbl.


"Í undantekningartilvikum er nektardans í atvinnuskyni leyfilegur á veitingastað að fengnum jákvæðum umsögnum sveitarstjórnar, heilbrigðisnefndar, slökkviliðs, byggingarfulltrúa og lögreglu."

Hér þótti mér sérlega fróðlegt að sjá að slökkviliðið fær að vera með í ákvarðanatöku.  Það er auðvitað vegna þess að það gæti hitnað svo í kolunum að allt fari í bál og brand.

Slökkviliðsmennina munar
miklu að ráða hvar bunar
vatnið á eldinn
en einnig á kveldin
hvar dansinn hjá súlunum dunar.

Nú er bara að vona að slökkviliðið bregðist ekki íþróttafélögunum þegar karlakvöldin fara að nálgast á haustmánuðuðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Súludans er ekki það sama og einkadans.  Súludans fer fram uppi á sviði fyrir framan gesti.  Einkadans er einnig kallaður kjöltudans.  Hann fer fram í (að mestu) lokuðu rými.  Þar inni er aðeins sá sem borgar fyrir dansinn.  Oftast einn einstaklingur en stundum pör. 

Jens Guð, 25.6.2007 kl. 00:35

2 identicon

Jæja - þannig að súludansinn heldur áfram.  Þetta var mjög óljóst í umræddri frétt ....

Jóna (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband