25.6.2007 | 23:54
Hálft í hvoru
Í dag sagði mbl.is frá óvenjulegu brúðkaupi vestur á fjörðum. Fyrirsögnin var: "Hálfheiðið og hálfkristið brúðkaup" og að þessari mögnuðu athöfn komu samkvæmt fréttinni eitt stykki prestur og tveir goðar (annar reyndar fyrrverandi).
Stundum er lagt að fólki að feta mjóa veginn sem ku vera sá eini rétti og tryggja sælu að loknu jarðlífinu. Það er greinilega hin mesta firra og betra að keyra breiðgötuna og skipta um akrein eftir þörfum.
Mér hugur við bullinu bara hrýs
en breiðgötu lið þetta fara kýs
og bókaði fyrst
í Valhöllu vist
og til vara svítu í Paradís.
Hefði samt ekki verið vissara að hafa Allah með í ráðum, svona til að vera alveg viss um að fá helgardvöl í himaríki múslima.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.