Veđurfréttir og véfréttir

Ég fylgist af miklum áhuga međ veđurfréttum ţessa síđustu daga.  Til stóđ ađ heimsćkja Austfirđina í nćstu viku međ gönguskó og bakpoka en ţađ lítur nú ekki vel út međ ţau plön.  Ţessa dagana snjóar ţar niđrí miđjar hlíđar og spáin er ekki góđ.

Úrkomuskortur hefur hinsvegar veriđ mikill í Bergen af öllum stöđum og fréttir greina frá vatnsskorti ţar í bć.  Ţetta er víst í fyrsta sinn í sögu stađarins sem íbúar hafa ekki haft meira en nóg af blávatni.

Ţ
essum tíđindum varla ţiđ trúiđ
og talsvert er lífiđ nú snúiđ:
Hér snjóar í fjöll
fannhvítri mjöll
en Bergen er vatniđ allt búiđ.

Í kvöld las ég svo frétt um ađ hinn gamalgróni íţróttavöllur Valsmanna, Hlíđarendi héti hér eftir Vodafonevöllurinn.  Allt er greinilega falt og nú er bara ađ finna sponsor fyrir Friđrikskapellu.

Einsleitt er auđmagnsins tal
ég ćtla, ég get og ég skal.
Kom eftir ţjark
Mammon í mark;
Vódafón  keypti sér Val.





« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband