Gúrkutíð

Gúrkutíð í fjölmiðlum er alger í þessu góða veðri sem gengur yfir sunnan- og vestavert landið.  Einna helst gera þeir sér mat úr hótelerfingjanum Hilton.  Samkvæmt fréttum síðustu daga er hún nýsloppin úr fangelsi en ég verð nú að viðurkenna að ég er búin að gleyma fyrir hvað hún sat inni? 

Jæja, nema hvað, stúlkukindin ákvað að skella sér til Hawaii og hvílast þar og til að þekkjast ekki á leiðinni setti hún upp svarta hárkollu sem gerði auðvitað ekkert annað en að vekja enn meiri athygli á henni en ella hefði orðið.  En fyrir vikið fá fjölmiðlar eitthvað að skrifa um.

Fjölmiðlar velkjast ei vafa í
verðug mál til að grafa í:
Kalin á hjarta
með kolluna svarta
er Hilton stokkin til Hawaii.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband