Skepnuskapur

Það er eitthvað hundafár í gangi.  Það litla sem ég veit um það mál hef ég lesið í bloðunum síðustu daga en samkvæmt fréttum var hundur drepinn á Akureyri og meintur gerandi hefur átt í vök að verjast síðan.  Dómstóll götunnar hefur dæmt hann sekan og honum er nú hótað lífláti á hinum ýmsu heimasíðum: 


Því máli er heilmikil harka í
ef heimasíður skal marka, þvi
þar honum í orði
hótað er morði
fyrir  hundinn að spotta og sparka í.

Samkvæmt mínum upplýsingum hefur drengurinn lýst sig saklausan og sömuleiðis hefur líkið ekki fundist.  En að þessu öllu sögðu þá vil ég taka fram að ég hef að sjálfsögðu skömm á skepnuníðngum.

Og talandi um skepnur.  Í Reykjavík fór hálfgerð fílahjörð eftir Grettisgötu og trampaði yfir allt sem fyrir varð - þar á meðal átta kyrrstæðar bifreiðar.  Merkilegir vitleysingar en þó gæti málið átt eftir að upplýsast því þeir skildu eftir sig skófar:

Fréttirnar gerast nú grófar
og greina nú frá því að bófar
líkist nú fílum
og labbi á bílum
en skilji þó eftir sig skófar.

Og fyrst ég minnist á skó þá er ég búin að setja gönguskóna í bílinn og legg af stað í nokkurra daga gönguferð í fyrramálið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband