8.7.2007 | 23:24
Sumarfrí hjá okkur Benna!
Það er ekki létt að standa við fyrirheit um limru á dag þegar sumarfríið er í algleymi. Ýmist eru það fjallaferðir eða sumabústaður sem trufla blogg og bull. Reyndar er argasta vitleysa að vera ekki löngu kominn með samband í bústað en nú stendur til að bæta úr því.
Það þarf semsagt ekki að hvetja mig til að njóta sumarsins en hvort ég sé páfa þóknanaleg er mér ekki alveg ljóst. Hann var þó á leið í frí og í andartaks samkennd með öðrum hvatti hann heimsbyggðina til að gera slíkt hið sama. Eða eins og segir á mbl.is:
Benedikt XVI páfi hvatti fólk til þess í sunnudagsávarpi sínu í dag að huga að heilsu sinni og gefa sér tíma til að taka frí og hlaða batteríin bæði andlega og líkamlega. Sagði páfi líkamlegt heilbrigði ekki síður mikilvægt en andlegan vöxt, en hann er nú sjálfur að hefja þriggja vikna sumarfrí sitt.
Hann lunkinn á ráðinu lumar, því
lappirnar tifa nú hrumar í
ferð upp í fjöll
og finnst að við öll
flýta okkur ættum í sumarfrí.
Ætli hann viti að það er ekki einu sinni sumar á suðurhveli jarðar?
Það þarf semsagt ekki að hvetja mig til að njóta sumarsins en hvort ég sé páfa þóknanaleg er mér ekki alveg ljóst. Hann var þó á leið í frí og í andartaks samkennd með öðrum hvatti hann heimsbyggðina til að gera slíkt hið sama. Eða eins og segir á mbl.is:
Benedikt XVI páfi hvatti fólk til þess í sunnudagsávarpi sínu í dag að huga að heilsu sinni og gefa sér tíma til að taka frí og hlaða batteríin bæði andlega og líkamlega. Sagði páfi líkamlegt heilbrigði ekki síður mikilvægt en andlegan vöxt, en hann er nú sjálfur að hefja þriggja vikna sumarfrí sitt.
Hann lunkinn á ráðinu lumar, því
lappirnar tifa nú hrumar í
ferð upp í fjöll
og finnst að við öll
flýta okkur ættum í sumarfrí.
Ætli hann viti að það er ekki einu sinni sumar á suðurhveli jarðar?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.