Dýrasögur

Alltaf er gott að reiða sig á Vef-Moggann.  Nú gat hann frætt mig á því að við séum tilbúin í næsta slag og ætlum að senda hrefnubátana á miðin næstu daga.  Vonandi á eftir hvalaskoðunarbátunum því það færi ekki vel á því að tveir bátar væru að elta sama dýrið?

Að fréttunum göngum við gefnum
getið þess var hér á vefnum
að „sigli úr höfn
um sæfexta dröfn“
sjómenn kálandi hrefnum.

Textinn í gæsalöppunum er fenginn að láni úr einni þekktustu limru landsins eða textanum um manninn sem var sjómanður dáðadrengur, en drabbari eins og gengur....  Þetta kunna allir en ekki víst að allir viti að hér erum um limrur að ræða.

Önnur frétt sem líka fjallar um dauða og dýr var um eld í fuglabúri í íbúð við Gunnarsbraut.  Ég sá að einhverjir bloggarar voru að gera sér vonir um að íbúar í búrinu hefðu komist lífs af en það tel ég nú heldur mikla bjartsýni. 

Drottinn hann leggur æ líkn með þraut
og ljóst er að dauðdaga volgan hlaut
gaukurinn sá
sem andaðist á
eldavél vestur á Gunnarsbraut.

Svona gerist ekki ef maður á gullfiska.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband