Eirðarleysi

Alltaf er leiðinlegt þegar óhöpp verða.  Það er því kannski ekki ástæða til að grínast með óhappið sem varð í vikunni þegar TF-SIF sökk í saltan sjá í nágrenni Hafnarfjarðar.  Hinsvegar urðu ekki slys á mönnum og þá er leyfilegt að brosa út í annað.

Er farkostur lipur á loft fer
lending á dagskránni oft er
en klúðraðist þó
og sökk því í sjó
SIF sem var helikopter.

Hinsvegar er furðulegt ef satt er að þyrlan hafi einungis verið tryggð fyrir 78 milljónir en að ný kosti milljarð?  Þetta þætti ekki góð frammistaða hjá okkur óbreyttum sem erum að tryggja bíla, hús og innbú.

Í fréttunum í dag var því slegið upp að Íslensk erfðagreining hefði fundið genið sem veldur fótaóeirð og þar með er lækning sennilega í sjónmáli.  Ekki vil ég gera lítið úr þjáningum þeirra þjást af fótaóeirð en mikið vildi ég þó að það hefði frekar verið krabbamein eða parkinson sem þeir hefðu fundið ráð til að lækna.

Víst mun það verða til bóta
og vafalaust margir þess njóta
ef lækning er föl
sem linar það böl
friðlaus að vera til fóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband