19.7.2007 | 23:52
Fréttir úr slorinu
Í dag las ég með hryllingi frétt af konu sem fór með jeppa í Herjólfi til Eyja. Samkvæmt fréttinni er jeppin nær ónýtur sökum slorlyktar eftir flutninginn. Konan á alla samúð mína og ég hef ákveðið að fresta Eyjaferðum þar til komin verða göng þarna úteftir.
Með skipinu kaus hún að skreppa
en skynsamlegt væri að sleppa
það eftir að leika
því illa til reika
hún ekur nú slorlegum jeppa.
Með skipinu kaus hún að skreppa
en skynsamlegt væri að sleppa
það eftir að leika
því illa til reika
hún ekur nú slorlegum jeppa.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl, Jóna !
Aumingja konan, vonandi verður ýsan hennar, hver næst yrði tekin til suðu (eða steikingar) fyllt rotvarnarefnum. Hvers lags pempíur eru Íslendingar að verða ?
Þakka þér frábæran texta, í bundnu; sem óbundnu máli.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:17
Hún verður bara að hella ediki í hvert horn til að lina fýluna.
Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 15:30
Fína með sig frúna tel
fráleitt skal hún sleppa.
Slorið löngum loðir vel
lífgar upp á jeppa....
Sir Magister Cat (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.