Allir á völlinn

Já, allir vilja á völlinn.  Þó ekki til að sjá Fylki bursta Val (eins og gerðist í kvöld) heldur til að búa í blokkunum sem Kaninn flutti úr og læra frumgreinar hjá Runólfi rektor.   Væntanlegir nemendur flykktust í dag til að skrifa undir leigusamninga og vilja bæði búa og nema á Vellinum ef trúa skal frétt mbl.is (eins og ég geri alltaf).

Allkunna er að rafkerfi þessara húsa er lagað að amerískum stöðlum og mér finnst eins og formaður Rafiðnaðarsambandsins hafi verið að vara við því hér um daginn?  Eða er mig að misminna?  Og hvað með kakkalakkana?  Eru þeir örugglega farnir úr landi? 

Hreysin þó rafvirkjann hrelli
þá hrúgast nemar í hvelli
með kjark og með þor
í Kananna spor
og vilja búa‘ út á Velli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband