Helgarannáll

Eftir helgi í sumarbústað kemur margt upp í hugann þegar sest er við blogg.  Bústaðurinn er ekki nettengdur og án sjónvarps en þar er gamalt útvarp - stillt á gufuna.  Þaðan fær maður helstu fréttir en lítið þó af París Hilton og Britney Spears.

Þar var hinsvegar feikifróðlegt innslag frá Artúri Björgvini Bollasyni um átök meðal afkomenda tónskáldsins Wagners um hver ætti að stjórna árlegri Wagnerhátíð einhversstaðar í Þýskalandi.  Þegar frásögninni lauk var ég orðin mjög spennt:  Verður það eftirlætisdóttir gamla stjórnandans, Katharina?  Verður það dóttir hans af fyrra hjónabandi Eva?  Eða hreppir frænkan hnossið en ég var farin að halda með henni.  Nú er það verst að síðan á föstudag hefur ekkert verið minnst á málið og ég er alveg að farast úr spenningi.

Í fjölmiðlum feikilegt magn er
af fróðleik en lítið þó gagn er
ef ekki fæ meira
um átök að heyra
og endalok mála hjá Wagner.

Getur ríkisútvarpið verði þekkt fyrir að skilja mig eftir í þessari óvissu?

Um helgina komu upp átök í röð fyrir utan skemmtistað.  Ung kona sem var orðin leið á að bíða í röðinni reyndi að grípa til sinna ráða og réðst á aðra og beit hana í eyrað. 

Röðin er löng bæði‘ og breið
og blessunin pirruð og reið:
Með hárbeittar tennur
á röðina rennur
og reynir að éta sér leið.

Eyrbíturinn mun þó sem betur fer hafa verið tekin úr umferð áður en hún réðst á fleiri.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Forvitni mín var vakin svo ég fór á Wikipedia og sló inn Wagner, en þar var linkur á www.bayreuther-festspiele.de - hátíðin er sumsé í Bayreuth - en þar var fann ég engar fréttir af þessu máli, enda ekki mjög góð í þýsku. Verðum víst að bíða eftir að Arthúr Björgvin komist aftur í útvarpið - nema Wikipedia uppfærist þegar eitthvað gerist. Þar var a.m.k. minnst á málið.

Frábærar limrur hjá þér, eins og alltaf!

Guðrún Markúsdóttir, 30.7.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóna Guðmundsdóttir

Takk Guðrún.  En við bíðum bara rólegar eftir að Arthúr Björgvin klári málið - við sem borgum afnotafjöldin hljótum að eiga heimtingu á því? 

Takk annars fyrir hrósið....

Jóna Guðmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband