7.8.2007 | 23:41
Kveikjum eld, kveikjum eld kátt hann brennur
Þá er verslunarmannahelgin endanlega komin og farin. Ég fékk væga morgunógleði þegar ég vaknaði við það í morgun að akureyrskir kaupmenn voru enn að barma sér í Ríkisútvarpi allra landsmanna (?) yfir aurunum sem þeim tókst ekki að plokka af ungmennum um helgina.
Gestir í Vestmannaeyjum kvöddu Eyjar með stæl. Þei kveiktu í öllu sem hönd á festi - ekki bara eigin tjöldum heldur líka annarra ef enginn var inni. Flott þjóðhátíðarstemming það.
Þar var gaman og gleðin við völd
glampandi sól fram á kvöld
en eftir það varmi
ylur og bjarmi
fékkst þegar fuðruðu' upp tjöld.
Í Mogganum í dag las ég að dóttir Rudolphs Giulianis fyrrum borgarstjóra NY hefði lýst yfir stuðning við Obama í væntanlegum forkosningum demókrata fyrir Westan. Pabbi hennar er eins og kunnugt er að reyna að fá tilnefningu sem forsetaefni repúblikana. Þeim feðginum mun ekki semja sérlega vel og eru greinilega ekki sammála í pólitík.
Hún er demókrat þessi dama
og drullu- um pabbann er -sama
Ótrauð hún styður
um atkvæði biður
fyrir Barak Hussein Obama.
Þess verður að geta að millinafnið Hussein er ekki að finna á heimasíðu frambjóðandans - ég þurfti að leita lengi til að finna það.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.