10.8.2007 | 00:04
Sagan endalausa
Enn heldur fjörið áfram. Endalausar fréttir af hálfvitagangi Akureyringa valda mér og fleirum furðu. Nýjasta nýtt er að áhugamenn um hamborgara - nei ég meina ferðaþjónustu, eru farnir að safna undirskriftum og vilja losa sig við bæjarstjórann. Hún, því bæjarstjórinn er kona, hefur borið höfuðið hátt og ég vona sannarlega að þegar hún fer frá, verði það ekki út af óseldum hamborgurum akureyskra kaupmanna.
Á hamborgara í haugum
horfa þeir tárvotum augum.
Nú kjósa að reka
konuna freka
og reyna að takana á taugum.
Í Mogganum í dag var sagt frá því að Pavarotti væri kominn á sjúkrahús með lungnabólgu. Hann syngur þá varla á næstunni og ætti því að vera meira að gera fyrir aðra tenóra. Eftirfarandi limra gæti verið um einhvern sem á hagsmuna að gæta en varð samt aðallega til rímsins vegna:
Hann treður án tafar gotti
í túlann og stafar glotti
af honum um sinn
því settur var inn
á sjúkrahús Pavarotti.
Á hamborgara í haugum
horfa þeir tárvotum augum.
Nú kjósa að reka
konuna freka
og reyna að takana á taugum.
Í Mogganum í dag var sagt frá því að Pavarotti væri kominn á sjúkrahús með lungnabólgu. Hann syngur þá varla á næstunni og ætti því að vera meira að gera fyrir aðra tenóra. Eftirfarandi limra gæti verið um einhvern sem á hagsmuna að gæta en varð samt aðallega til rímsins vegna:
Hann treður án tafar gotti
í túlann og stafar glotti
af honum um sinn
því settur var inn
á sjúkrahús Pavarotti.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.