Mikið fyrir lítið

Það er gott að lesa að Pavarotti er að skána en hann var sem kunnugt er (?) lagður inn á sjúkrahús í vikunni.  Nú segja læknar hann frískan en hann mun þó dvelja áfram á sjúkrahúsinu að eigin ósk.  Þetta er haft eftir barnungri konu hans sem bætir því við að "að honum væri mun rórra þar en heima". 

Læknum tókst sóttina' að linna
því af lipurð þeir störfin sín vinna
Hann þakkaði þeim

en þorir ei heim
því konunni er krefjandi‘ að sinna.

Honum var nær að yngja svona rækilega upp hjá sér, en hann er 72 og þar með tvöfalt eldri en daman sem er 36.


Þeir sem ekki vilja skipta um konu heldur flikka upp á þá gömlu ættu að taka þátt í keppni sem ástralskt karlatímarit efnir til.  Verðlaunin þar eru nefninlega aurar sem sérmerktir eru til brjóstatækkunar.  Í frétt um þetta á mbl. kom reyndar ekki fram í hverju keppnin væri fólgin en það getur varla skipt máli - allir hljóta að skella sér í hana í von um þennan glæsta vinning.

Þeir keppnina frábæra kynna
fyrir karla og ef að þeir vinna
aura þeir fá
og fyrir þá má
brjóst bæði stækka og stinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband