17.8.2007 | 23:19
Bankafjör
Þessi helgi ætlar að verða hátíð bankanna. Hér var ég að enda við að horfa á afmælishátíð Kaupþings í sjónvarpinu þar sem gömlu mönnunum í Stuðmönnum tókst að fá barnabörnin til að tvista á Laugardalsvelli og Bjöggi mætti í pilsi með undirhöku. Tugmilljóna króna dæmi og ekkert til sparað. Á morgun ætla ég svo að hlaupa, eins og oft áður í Reykjavíkurmaraþoninu, sem reyndar heitir nú til dags Glitnismaraþon eftir samnefndum banka. Annað kvöld stefni ég svo fastlega á að rölta á Miklatún/Klambratún (mér er sama hvað þetta heitir, ég er að norðan) og hlusta á Megas syngja í boði Landsbankans.
Gleymum bara ekki að kostnaður bankanna við þessa menningarhelgi er tekinn af okkur almennum viðskiptavinum í þjónustugjöldum og FIT-gjöldum alla hina daga ársins.
Við kætumst á túnum og torgum,
við tvistum og hlaupum frá sorgum.
En ljóst okkur gerum
að á endanum erum
það við sem að brúsann borgum.
Gleymum bara ekki að kostnaður bankanna við þessa menningarhelgi er tekinn af okkur almennum viðskiptavinum í þjónustugjöldum og FIT-gjöldum alla hina daga ársins.
Við kætumst á túnum og torgum,
við tvistum og hlaupum frá sorgum.
En ljóst okkur gerum
að á endanum erum
það við sem að brúsann borgum.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.