Orð eru til alls fyrst

Í Vestmannaeyjum er ekki lítillætinu fyrir að fara.  Þarlendir menn hafa sótt til Einkaleyfastofu um að fá að banna öðrum að nota orðin þjóðhátíð, brekkusöngur og húkkaraball.  Gott ef einkaleyfi fékkst ekki fyrir því síðarnefnda og þess vegna er þetta sjálfsagt ólögleg limra:


Þó um Eyjamenn þindarlaust þvöðrum,
þusum og skömmust og blöðrum:
Heilmikið skrall
er húkkaraball
sem haldið seint verður af öðrum.

En þeir mega eiga sitt húkkarball (úps - hér braut ég aftur lög) fyrir mér.

Rétt áður en ég fór að skrifa þessa færslu kíkti ég á mbl.is.  Þar gaf að líta svohljóðandi setningu:  "Ef kjarnorkusprengja spryngi yfir Reykjavík dæju allir bæjarbúar".  Þetta var þó hvorki völvuspá eða hryðjuverkahótun heldur sérdeilis smekkleg auglýsing fyrir stafsetningarorðabók sem sögð var "ómissandi í skólann".

Það skólanna sjálfsagt er skærust von
ef skellur á sprengjumaraþon
að nemendur kunni
nánast frá grunni
reglur um ng og yfsilon.


Eins gott að vera við öllu búin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband