22.8.2007 | 22:31
"Það er engin leið að hætta"
"Það er engin leið að hætta" sungu Stuðmenn í laginu Popplag í G-dúr sem vinsælt var hér um árið. Nú kemur í ljós að þetta eru orð að sönnu. Þeir geta ekki hætt þó að það fækki bæði í þeirra eigin röðum og ekki síður áhangendanna.
Mörgum fannst samt nóg komið þegar þeir komu fram á Kaupþingstónleikunum á Laugardalsvelli um síðustu helgi. Ég sá þetta reyndar bara með öðru auganu á sjónvarpsskjá en þótti smekklaust þegar Bjöggi (sem ég hafði mikið dálæti í æsku) var uppnefndur - ekki bara Bó, heldur Gestabó.
Ég lít á hann Björgvin sem besta hró
og býst við að svo sé um flesta þó
tónleikagestir
flissuðu flestir
er Stuðmenn hann gerðu að GestaBó.
En sennilega á það bara við hér að ég er "það fífl að fatta ekki djókið" eins og mig minnir að Megas hafi sungið einhverntíma.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.