Drykkjulæti í borg

Það er gaman að fylgjast með Vilhjálmi borgarstjóra þessa dagana.  Hann vill svo gjarnan láta að sér kveða í borgarmálum en ekkert gengur.  Hann hélt þó reyndar að hann hefði fundið skotheldan málstað hér um daginn þegar hann ákvað að bregðast við skrílslátum í miðborginni á nóttunni með því að banna sölu á köldum  bjór í verslun ÁTVR í Austurstræti á daginn:

Bráðgreindur borgarstjórinn
best veit hvar kreppir skórinn:
Draga mun fljótt
úr drykkju um nótt
ef á daginn er volgur bjórinn.

Frjálshyggjusinnaðir menn bentu honum á að slík forræðishyggja væri ekki líkleg til vinsælda og þá snerist vinurinn eins og þeytispjald í vindi:

Fyrst vildi hann bjórkælinn burt
og bauð svo með pí og með kurt.
En dagskipan nú
er svei mér þá sú:
„Kælirinn verði um kjurt“

Nú er bara að sjá hvert vindurinn blæs næstu dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband