29.8.2007 | 22:22
Klúður á klúður ofan
Í dag var sagt frá fundi í samgöngumálanefnd Alþingis í fjölmiðlum. Formaður nefndarinnar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir lét hafa eftir sér að málið allt væri "klúður á klúður ofan" án þess að segja beint að það væri Sturlu klúður. Fulltrúar VG krefjast þess hinsvegar að Sturla axli ábyrgð en hann þrjóskast við eins og lenska er hér.
Mitt í öllu þessu kann að virðast sem Sturla eigi sér formælendur fáa. Þó var hagyrðingur í vísnahorni Moggans í dag eða gær sem tók upp fyrir hann hanskann og hældi á hvert reipi.
Menn ýmist lasta eða lofa hann
en ljóst er að Grímseyjar vofan
fylgja mun sterk
Sturlu, hvers verk
eru klúður á klúður ofan.
Mbl greindi frá því í dag að dómari í knattspyrnuleik hefði verið fluttur á sjúkrahús með þrjú brotin rifbein eftir að ósáttur leikmaður gekk í skrokk á honum.
Í knattspyrnu veldur það vanda
að vilja menn dómurum granda
kolóðir þá
kýla og slá
í ósviknum íþróttaanda.
Alltaf gaman í boltanum!
Mitt í öllu þessu kann að virðast sem Sturla eigi sér formælendur fáa. Þó var hagyrðingur í vísnahorni Moggans í dag eða gær sem tók upp fyrir hann hanskann og hældi á hvert reipi.
Menn ýmist lasta eða lofa hann
en ljóst er að Grímseyjar vofan
fylgja mun sterk
Sturlu, hvers verk
eru klúður á klúður ofan.
Mbl greindi frá því í dag að dómari í knattspyrnuleik hefði verið fluttur á sjúkrahús með þrjú brotin rifbein eftir að ósáttur leikmaður gekk í skrokk á honum.
Í knattspyrnu veldur það vanda
að vilja menn dómurum granda
kolóðir þá
kýla og slá
í ósviknum íþróttaanda.
Alltaf gaman í boltanum!
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.