Málblóm

Helgarferð til Danaveldis færði mér heim sanninn um að ég kann minna í dönsku en ég hélt.  Heim komin sé ég að ég kann heldur ekkert í íslensku.  Eða hvað þýðir að kona sé "á kafi í ættingjum sínum" eins og Mogginn segir um unga konu frá USA í dag?

Mogginn er henni‘ eftir hafandi
og af hlutunum alls ekki skafandi:
Elín er hér,
ótrauð sú er;
í ættingjum konan er kafandi.

Og hvað þýðir að það þurfi að "taka Lækjargötu 2 niður" eins og segir í sama blaði?  Húsið brann og Bastiansen bæjarstjóri sagði í beinni útsendingu að það yrði endurbyggt.  Mér skilst þó að um það sé ekki samkomulag en kannski er betra samkomulag um að "taka það niður".

Um málið er fjarri því friður
en furðu mér vekur nýr siður.
Húsið er brunnið
en áfram skal unnið:
Nú þarf að taka það niður.

Það er þó að minnsta kosti gott að heyra að það verður ekki rifið!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband