Af hugðarefnum mínum og annarra

Fréttir af Reðursafninu (Reðasafninu/Reðrasafninu) á Húsavík halda áfram að gleðja áhugafólk um efnið.  Nú síðast var í Fréttablaðinu (?) viðtal við eldhressan safnstjórann sem kvartar ekki yfir skorti á athygli þó að hann hefði getað annað fleiri gestum úr hópi heimamanna á afmælisdegi safnsins: Þeir mættu alls fjórir.

A
ð skoða skaufana stóra
og skeleggan reðursafnsstjóra
heillaði víst
húsvíska síst:
Í afmælið fengu þeir fjóra.

Útlendingar eru hinsvegar alltaf jafn spenntir og einhver næstum því frægur skrifaði um safnið og Ísland í spænsk blöð og sagði að ekkert á Íslandi hefði jafnast á við þetta stórkostlega safn.

Hann sótti heim fold vorra feðra
og fjölbreytni kannaði veðra,
en kunni sig best
er komst fyrir rest
í helgidóm húsvískra reðra.

Og talandi um helgidóm og heilagleika.  Mér finnst auglýsingin um Símann og Júdas ekki sérlega vel heppnuð; eru þeir ekki að segja að þetta sé svo gamaldags dót að það hefði passað vel á dögum postulanna?

Græðgis- í blossandi -brímanum
þeir bjartsýnir eru hjá Símanum:
Segja þeir fína
framleiðslu sína
en tvöþúsund ár eftir tímanum.

Reyndar
hefði verið gagnlegt ef það hefði komið fram hvort slíkur sími fáist fyrir þrjátíu silfurpeninga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband