5.9.2007 | 22:47
Matseðill glamúrpíu
Skelfing langt síðan nokkuð hefur heyrst af París Hilton. Seinast þegar ég man, var hún nýkomin úr steininum á leið á djammið í Hawaii með hárkollu.
En nú eru breyttir tímar. Stúlkan mun hafa sagt í blaðaviðtali að hún væri sérdeilis lagin við að elda lasagna og nú þyrfti hún að finna sér mann að elda fyrir.
Ég hélt hana grunna og gelda
en nú galvösk er búin að melda:
Mig vantar mann
og vita skal hann
að lasagna ágætt ég elda.
Og víst er það segin saga
að sælt er að fylla maga
en líst mér þó varla
að lokki það karla
að éta lasagna um ókomna daga.
En einhversstaðar hlýtur að finnast maður með lasagna sem uppáhaldsmat.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.