6.9.2007 | 23:14
Snilldarlausn
Lækjargötumálið er leyst. Nú á að sækja gömul hús á Árbæjarsafn og setja í staðinn fyrir þau sem brunnu. Þetta útskýrði borgarfulltrúinn Hanna Birna hvellri röddu fyrir mér þegar ég var að hlusta á sjónvarpsfréttir í bílnum í kvöld. Hvað á svo að vera í þessum húsum skildi ég ekki alveg og heldur ekki hvað á að koma í staðinn á Árbæjarsafni. En það á vonandi eftir að koma í ljós...
Bygginga- leysir nú brýnust mál
hún Birna sem vísast er gæðasál:
Í safnið hún fer
sem í Árbænum er
og sækir þar eldsmat í annað bál.
Bygginga- leysir nú brýnust mál
hún Birna sem vísast er gæðasál:
Í safnið hún fer
sem í Árbænum er
og sækir þar eldsmat í annað bál.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.