9.9.2007 | 23:45
Gleðifréttir
Það hefur verið helst í fréttum þessa helgi að lögreglan er farin að sinna löggæslu. Nú eru menn sektaðir fyrir að brjóta lögreglusamþykkt og eins og til dæmis að kasta af sér þvagi á almannafæri og að henda bjórdósum og flöskum í miðbænum á nóttunni.
Í hlýðni mun stöðugur stígandi
en stjórnleysi og þessháttar hnígandi
ef löggan af mekt
lætur fá sekt
það lið sem á strætum er mígandi.
En ætli lögreglan gæti lent í þvi að þurfa að veita afslátt - einskonar "tveir fyrir einn" tilboð?
En hvað myndu verðirnir vösku,
víðsýnu, hugdjörfu, rösku,
gera við sál
sem væri mál
og migi í og fleygði svo flösku?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.