Úr háloftum

Fréttir fjölmiðlanna í gær og í dag snerust um flug og flugfarþega.  Flugstjórar ákváðu að nýta sér rétt sinn til að hvílast og neituðu að fara í aukaútköll eða hvað það nú var.  Þetta varð til þess að fullt af farþegum eyddi góðum sunnudegi í flugstöð í stað þess að hvílast heima eða heiman.

Í dag var svo framhald þegar flugþjónar (freyjur?) mættu á fund til að mótmæla - ekki of mikilli vinnu heldur of lítilli skilst mér. En sá fundur mun þó ekki hafa komið að ráði niður á farþegum.

Fl
ugþjónar sitja og funda
og flugstjórar heima við blunda.
Frá þessu greinir
og farþegar einir
því flugið af alvöru stunda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband