Fótbolti

Alveg er það segin saga að ég á ekki að horfa á íþróttir.  Þarna munu okkar menn hafa verið á góðri siglingu gegn Norður-Írum þegar ég kem að skjánum.  Mínútu seinna fengu Íslendingar á sig víti og staðan varð eitt - eitt.


Ég hætti strax að horfa og það rættist úr þessu.  Sigurinn getur þó varla verið sérlega sætur því mér skilst að Írarnir hafi gert út um leikinn með sjálfsmarki?

Það voru hefðbundin læti og hark,
hrindingar, pústrar og þjark:
Okkar sigur: Tvö-eitt,
en samt er það leitt
því sjálfs- gerðu Írarnir –mark.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband