13.9.2007 | 22:51
Íþróttaandinn
Einu sinni var talað um "hinn sanna íþróttaanda". Hugtakið "heilbrigð sál í hraustum líkama" hefur sennilega orðið til um þær mundir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið sterablóð um æðar íþróttamannanna.
Enga skýringu haldbæra hef um
hóp þann af knattspyrnu - refum,
sem beygðir af tapi
skiptu mjög skapi
og börðust með hnúum og hnefum.
En eins og kunnugt er voru N-Írarnir sem hjálpuðu Íslendingum að vinna fótboltaleik í gær, ekki komnir nema suður í Leifsstöð þegar þeir fóru að gera upp málin.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.