Margt er skrýtið í kýrhausnum

 

Ófarir Bosnískra hjóna eru tilefni smáfréttar í mbl.is í dag.  Þau voru greinilega bæði orðin leið á hjónabandinu og farin að leita fyrir sér á netinu eftir einhverju betra.  Ekki vildi þó betur til en svo að þegar þau fóru að mæla sér mót við netfélagann þá kom í ljós að þau höfðu verið að daðra hvort við annað í netheimum. 

„Mín kona er nöldursöm naðra“
var neikvæður kallinn að blaðra.
En fattaði þá
-
og feikn honum brá -
að við frúna var tekinn að daðra.

„Hann er vesæll sem vindlaus blaðra
og verður að finna sér aðra“
sagði frúin en fraus
er fékk í sinn haus
að við dónann var sjálfan að daðra.

Því miður endar sagan ekki eins vel og ég hefði viljað.  Þessi hjón smellpassa saman og eiga hvort annað skilið en þau munu þó samt hafa sótt um skilnað - á grundvelli þess að makinn var ótrúr!

Ný amerísk rannsókn segir að sóðaskapur aukist vestra.  Helmingur karla þvær sér ekki eftir klósettferðir ef marka má síðustu tölur.

Á klóinu segja menn Kanana
með krumlunum halda um ranana
en puttana svo
passa´ekki´að þvo
sem er OK ef borða menn banana.

Þá eru það gleðitíðindi héðan af Fróninu í haustrigningunum.  Loks hefur einn auðmaður ákveðið að spreða milljarði í annað en veislur og vélknúið dót og gefur pening til menntamála.  Hér er um að ræða fyrrverandi forstjóra Actavís sem gefur HR dágóða fúlgu.  Vonandi kemur nú skriða af öðrum sem ekki vilja vera minni menn og skreppa því með aura í skóla landsins.

Hér sést hvað milljarðar makta:  Kýs
menntun að efla og vakta.  Plís
skundi nú menn
í skólana senn
með aur eins og Róbert í Actavis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Mikið helvíti ertu góð - oftast!

Hallmundur Kristinsson, 17.9.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála Hallmundi ,kíki reglulega á síðuna hef mjög gaman að fylgjast með hvað yrkisefni þú tekur fyrir.

Ari G

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband