18.9.2007 | 22:49
Ferðalag
Það voru skrautlegar fréttir í dag af "verktökum" sem voru að flytja hús milli lóða í miðborginni. Þeir virðast hafa skautað hratt í gegnum undirbúning verksins; gleymt að mæla breidd á farmi, halla á götu og ýmislegt þessháttar. Þegar húsið var komið á áfangastað voru því göturnar sem ekið var eftir sem sviðin jörð og í fréttum sjónvarpsins mátti sjá brotnar rúður í húsum, rifnar klæðningar og reiða húseigendur
Á Hverfisgötu stóð kofi einn,
keypti hann einhver jólasveinn.
Flutti með kurt
kumbaldann burt
og stendur nú vart yfir steini steinn.
En þetta virðist nú samt hafa endað vel og nú verður gaman að sjá hvort þarna verði ekki innréttuð krá innan tíðar.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.