7.10.2007 | 23:31
Hátíð í bæ
Það munaði litlu að aðalhátíð helgarinnar færi framhjá mér. Ja, reyndar missti ég af henni en var svo ljónheppinn að Mogginn vitnaði í bloggsíðu Framsóknarmannsins Birkis Jóns Jónssonar nú í kvöld. Þar segir hann frá 50 ára afmælishátíð ungra Framsóknarmanna í Keflavík. Um þá miklu hátíð segir hann:
Af mörgum góðum ræðum hélt varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Helga Sigrún Harðardóttir, magnaða hugvekju ....... og fann ég meðal gesta að "fjallræða" hennar féll í mjög góðan jarðveg, svo vægt sé til orða tekið.
http://birkir.blog.is/blog/birkir/#entry-331303
Ekki slæm ræða það og vekur óhjákvæmilega væntingar um framhald á sömu nótum.....
Nú er fullvíst að Framsókn batni
því fjallræðu hélt af natni
framsóknarkona
og flestir nú vona
að fljótlega gangi hún á vatni.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.