9.10.2007 | 22:39
Lýs milda ljós
Mikið var gaman að fylgjast með Viðeyjarhátíð í kvöld þó það væri bara á sjónvarpsskjánum. Allir voru glaðir og hressir og bæði Ringo og Yoko bera aldurinn vel. Verst að Paul kom ekki.
Að sjálfsögðu dáist ég líka að framtakinu þó að svartsýnin geri reyndar vart við sig inn á milli.
Sú hugsun mér gefur grið ei
að gefi það heiminum frið ei
þó lýsi upp loft
lengi og oft
ljóssúla Yoko í Viðey
En súlan er flott í haustmyrkrinu og sést meira að segja út um eldhúsgluggann minn.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.