Spákona?

Í fyrradag spáđi ég Svandísi borgarstjórastóli og í gćr varđ hún - ja kannski ekki borgarstjóri en ađ minnsta kosti varaborgarstjóri.  Ekki slćmt.  Og ţađ er flott ađ  Dagur  Eggertsson eigi ađ taka viđ af Villa.  Sem reyndar er nú hálfbrjóstumkennanlegur kallanginn  - bćđi andstćđingar og samherjar jafnfegnir ađ losna viđ gamla góđa Villa.

Hann V
illi er visinn og magur
og versnandi fer hans hagur:
Af störfum nú lćtur
og stynur og grćtur
en  í stólinn hans setjast mun Dagur.

Svandís (mín kona) fór mikinn á fundi hjá VG í dag ţar sem hún gerđi ađ umtalsefni ađ ţegar krakkarnir í borgarstjórnarmeirihlutanum ćtluđu ađ fá hjálp viđ ađ steypa stjóranum ţá fóru ţeir í geitarhús ađ leita ullar:  "sú ráđgjöf sýndi ađ Valhöll er getulaus ţegar kemur ađ erfiđum málum"  sagđi Svandís sem lagt hefur áherslu á ađ málin séu öll uppi á borđinu og lćtur ekki bjóđa sér annađ.

 skýrast víst sagan skal öll
(og skjótlega hylja mun dal mjöll):
En ljóst er  um ráđ
í lengd og í bráđ
er lítils ađ spyrja  í Valhöll.

En um leiđ og ég lýsi yfir ánćgju minni međ nýjan meirihluta og nýjan borgarstjóra ţá verđ ég ađ viđra áhyggjur mína af einlćgni Framsóknarmannsins í hópnum.  Vonandi ađ honum verđi haldiđ í skefjum af félagshyggjufólkinu - og kannski smitast hann af ţví ţegar hann er laus viđ flensuna sem mun hafa lagt hann í bćliđ núna.

Í samstarfi ţröng mun á ţingi
og ţetta er allt fremur skringi-
legt samsuđ og plott
en samt er ţó gott
ađ í bćlinu liggur Björn Ingi.

En ég vil nú ekki óska honum langvarandi veikinda .....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband