Nú er komið nóg

Þá nú er okkur sko nóg boðið.  Okkur borgarbúum?  Vegna orkuveitunnar?  Vegna þess að við losnum ekki við borgarstjórann þó að hann sé um það bil að verða fyrrverandi?

Nei okkur konungshollum Íslendingum.  Sú frétt barst nefninlega út um heimsbyggðina í dag að Viktoría Gústafsdóttir hefði hætt við að gifta sig í sumar þar sem granni hennar og frændi Jóakim Henriksson væri búinn að skáka henni með því að bóka salinn og bjóða öllum gestunum - eða eins og segir á mbl.is:

Brúðkaupin myndu skyggja hvort á annað auk þess sem dagskrá hirðanna er svo þétt að það væri hreint ómögulegt að koma tveimur brúðkaupum fyrir á henni.”

Þetta finnst mér með ólíkindum - er það ekki vinnan þeirra hjá hirðinni að vera alltaf í veislum? Og hvað munar um eina í viðbót?  Alveg er ég viss um að Óli og Dorrit væru til í að skella sér út með litlum fyrirvara.  En nei, ekki til Stokkhólms - þar er sú stutta bara hætt við allt.

Það gefst ekki færi‘ á að gift´ana
enda gestirnir ekki til skiptanna:
Þeim Jóakim rændi
sá ráðríki frændi
og ráðahag þannig mun  svipt´ana.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband