18.10.2007 | 23:48
Að vestan
Í gær las ég frábæra frétt úr Borgarbyggð. Þar fundaði landbúnaðarnefnd og ályktaði um að banna skyldi nektardans í gjörvallri sveitinni. Ekki veit ég hvort þetta var að gefnu tilefni en hver veit?
En viðbúið er að nefndin hafi þurft að fara í vettvangsferðir í aðrar sveitir (Kópavog?) til að kynna sér fyrirbærið áður en bannið var samþykkt.
Borgarfirði er bændafans
sem bara vill polka og óla-skans:
Því strengdu þess heit
að sinni í sveit
væri nauðsyn að banna nektardans.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.