21.10.2007 | 00:23
Dýrt er drottins orðið
Ég kíkti í bókabúð í dag og rak þá augun í Biblíuna í nýrri þýðingu sem taka á í notkun á morgun í kirkjum landsins. Nýju útgáfuna mátti finna í harðspjöldum eða kilju og eins var hægt að velja um tvo eða þrjá liti á kápu. Áður en ég tók að velja mér lit kíkti ég samt á verðið og ákvað að láta gömlu þýðinguna duga: Kiljan kostaði hátt á sjötta þúsund og harðspjaldabókin var eitthvað á áttunda þúsundið.
Ég ætla ekki innihald rýrt
og eflaust er málfarið skýrt
en upplýsi hér
að ofbýður mér
hve Drottins orðið er dýrt.
Ég alls ekki botnað fæ baun
í hve Biblían dýr er í raun:
Ég get ekki séð,
eða getur það skeð
að greidd séu höfundarlaun?
Þessa dagana eru Alþingismenn eina ferðina enn að fjalla um það þjóðþrifamál að leyfa börnunum sem afrgreiða í Bónus og 10-11 að selja vín og bjór með ostinum og skyrinu. Mér finnst þetta nú mesti óþarfi enda vínbúðir víða með góðu úrvali og góðri þjónustu en veit að mörgum finnst þetta mikið réttlætismál. Meðal þeirra er frjálshygginn heilbrigðisráðherra sem hefur greinilega ekki áhyggjur af því að aukið aðgengi að áfengi auki neysluna.
Það eykur heilbrigði og heilsufar
ef hægt er að kaupa allstaðar
gos, vín og bjór
segir Guðlaugur Þór
og galvaskir frjálshyggjupostular.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi fyrri er frábær.
Kv.
Gestur (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.