21.10.2007 | 23:28
Öfundsýki?
Í fréttum sjónvarpsins heyrđi ég eitthvađ utan ađ mér um óréttláta kosningu knattspyrnukonu ársins án ţess ađ ég fengi samt nokkurn botn í máliđ. Ég fór ţví ađ spyrjast fyrir.
Fréttaskýrendur mínir segja ađ öfund og ólund muni hafa ráđiđ ţví ađ stelpurnar, sem eiga ađ kjósa ţá bestu úr sínum hópi, fóru ađ senda hver annarri SMS um ađ kjósa ekki markahćstu og glćsilegustu fótboltakonu landsins Margréti Láru Viđarsdóttur.
Ţćr fréttir mér fjölmiđlar báru
ađ fótboltastelpurnar kláru
áttu harma ađ hefna
og hétu ađ nefna
ekki á miđanum Margréti Láru.
Slíkt er heldur betur vatn á myllu ţeirra sem hafa ţá kenningu ađ konur séu konum verstar og geti ekki stađiđ saman um nokkurt málefni.
Og sjónvarpiđ flutti ţá frétt
ađ í fótbolta muni ţađ rétt:
Konurnar flestar
eru konunum verstar.
Slíkt kalla má biksvartan blett.
Eđa er kannski einhver önnur skýring?
Um bloggiđ
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.