22.10.2007 | 23:40
Refskák
Nýlega vorum við nokkur að ræða refarækt. Hvort mikið væri enn um refabú og hvernig sá búskapur gengi. Eins og svar við þessum pælingum kom frétt í mbl. í dag þar sem segir frá síðasta refabúi landsins. Það mun vera austur á Jökuldal og bóndinn þar (frændi Bjarts?) segir "að ekkert hafi verið upp úr refaræktinni að hafa í 4-5 ár" og að hann sé farinn að huga að því að bregða búi.
Svona fór um sjóferð þá. Í æsku minni áttu refabú að bjarga, ef ekki öllu þá flestu. Ekki veit ég hvenær þetta hætti að vera bjartasta framtíðarsýn hins íslenska bónda en þessi er að líkum búinn að fá nóg.
Hann bráðlega hættir með búskapinn
ég býst við að leggi hann kvótann inn.
Flytji í bæinn,
búi við sæinn
og í rökkrinu skríði undir refaskinn.
En sennilega er þessi bóndi 37 ára, snjósleðagæi sem flytur á Reyðarfjörð og fer í stjórnunarstöðu hjá Fjarðaráli?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.