Er á meðan er...

... að heimurinn hossar mér.

Þegar ég byrjaði að blogga í vetur kom það fyrir af og til að umsjónarmaður vísnahornsins hjá Mogganum, Pétur Blöndal, las síðuna mína og birti af henni limru og limru.  Ég væri að skrökva ef ég segði að mér hefði leiðst það, en ég bar mig vel og lét á engu bera.  Sem var eins gott því allt í einu datt ég út af vinsældarlistanum og nú eru það bara alvöruskáld sem þar sjást á prenti.

Margoft í Moggann ég glugga
þar margt finn sem bloggarann hugga
í limrur það set
er glöð ef það get
og í sætinu roggin mér rugga.

Er ég byrjaði bloggið í vetur
og bullið það færði í letur
mitt hýrnaði geð
er hafði mig með
í horninu af og til, Pétur.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Jóna. hafðu mikla þökk fyrir limrunar þínar,það er eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég kemst í tölvuna að gá hvað þúr ert að segja þann daginn.Vísnhornið í Mogganum er hand ónýtt eftir að það var sett á flakk í balðinu oftar en ekki fer það framhjá mér,ég nenni ekki að leita að því.Fastir þættir eiga að mínum dómi að eiga sitt fasta pláss,kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.10.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband