28.10.2007 | 00:14
Slæðukona
Það var mynd sem vakti athygli mína í einu af helgarblöðunum. Hún sýndi Geir Haarde að afhenda páfanum biblíuna. Með honum á myndinni voru nokkrir karlmenn og ein skrýtin vera með svartan renning eða slæðu yfir höfði sér. Við nánari aðgát tel ég að þetta muni hafa verið eiginkona forsætisráðherra. Slæðan virtist vera sett til að páfi þyrfti ekki að skaðast á því að renna augunum yfir höfuð konunnar.
Sennilega hefur Inga Jóna líka stillt sig um að segja nokkuð við þetta tækifæri. Það er nefninlega ekki víst að það sé búið að laga orð Páls postula í útgáfu Vatikansins um að konur skuli þegja á samkomum þó að það sé víst búið að taka broddinn úr orðum hans í okkar þýðingu.
Geir á náði vissulega ekki í sætustu stelpuna eins og hann sagði sjálfur, en þó er konan hans langt í frá svo slæm að hann þurfi að breiða yfir hausinn á henni þegar hann fer með hana úr landi.
Það finnst mér ei flókið að skilja
að þær flottustu hann ekki vilja.
Að lokum þó hlaut
hann lífsförunaut
sem nú virðist nauðsyn að hylja.
Mér finnst reyndar alveg sjálfsagt að við virðum trú og menningu þeirra sem við heimsækjum en hér hefði Geir skorað feitt ef hann hefði breitt yfir sig líka - konunni til samlætis.
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.