Í hers höndum

Ekki er margt að frétta úr Keflavíkinni nú um stundir, Reykjanesbæ ætlaði ég að segja.  Þar þrífst nú samt líf eftir herinn þvert ofan í hrakspár hermangaranna og það jafnvel án álvers. 

Hinsvegar verða þeir ekki herlausir öllu lengur.  Í mbl.is í dag segir "Í fréttatilkynningu kemur fram að kafteinarnir Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen eru flutt til Reykjanesbæjar frá Noregi þar sem þau hafa fengið í verkefni að hefja starf Hjálpræðishersins". 

Í Keflavík úrskeiðis flest fer
en fjarvera hersins þó verst er.
En Hjálpræðisher-
inn boðskap þeim ber
er birtist  þar kapteininn Ester.

Mér er kannski ekki málið skylt, en kapteinninn er það, svo ég trúi ekki öðru en að við taki önnur 50 ár með her suðrí Keflavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Limruleikur

Höfundur

Jóna Guðmundsdóttir
Jóna Guðmundsdóttir
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband