6.11.2007 | 23:42
Reglufesta
Í Mogganum voru í dag birtar upplýsingar um hvað ferðamönnum er heimilt að koma með til landsins af vörum án þess að greiða af þeim toll. Fyrirsögn greinarinnar var "Jólafötin tekin í tolli" og í henni mátti lesa eftirfarandi upplýsingar:
"Einstakur hlutur má ekki kosta meira en 23 þúsund krónur og ekki má kaupa inn fyrir meira en 46 þúsund krónur samtals".
Almannarómur heldur því fram að það ríki mikill metnaður meðal tollvarða að fylgja þessum kjánareglum út í æsar og ég heyrði sögu af þjóðþekktum skemmtikrafti sem þurfti að standa í stappi við að fá að koma með vinnufötin - smóking - heim að lokinni tónleikaferð.
Fyrirsögn Moggans gefur líka til kynna að tollverðir stefni að því að klæða landann úr á næstu vikum - svona til að koma í veg fyrir að einhver komi heim í nýjum kjól.
Um það ég hugsa með hrolli
hvað hrærist í þeirra kolli
sem ánægju fá
af því að sjá
almenning hátta í tolli.
Án þess að hafa sérstaklega dýran smekk þá veitist mér létt að fara yfir þessi mörk - svona ef ég dett inn í flotta skóbúð í útlöndum. Kannski búðir í London og Kaupmannahöfn fari að bjóða Íslendingum að kaupa hægri skóinn núna og taka þann vinstri frá þangað til kaupandinn kemur aftur?
Um bloggið
Limruleikur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.